Lög Skelræktar

Samþykktir fyrir SKELRÆKT landssamtök skelræktenda.


1. grein

Heiti samtakanna er SKELRÆKT. Heimili þess og varnarþing er hjá formanni félagsins.

2. grein

Markmið samtakanna er að sameina þá sem eru með áform um eða stunda skelrækt í atvinnuskyni, um sameiginleg hagsmunamál og vinna að framgangi þeirra.

Tilgangur samtakanna er:

 • að vera  málsvari félaga og gæta hagsmuna þeirra á opinberum vettvangi. 
 • að annast kynningu á og skapa jákvæða ímynd skelræktar.
 • að skapa vettvang upplýsingamiðlunar milli félaga.
 • að stuðla að framförum á sviði skelræktar.
 • að stuðla að rannsóknum fræðslu og kynningarstarfi í skelrækt.

3. grein

Rétt til aðildar hafa allir sem stunda skelrækt við Ísland. Nýr félagi skal sækja um aðild til stjórnar. Félagi er fullgildur þegar aðalfundur hefur samþykkt aðild umsækjanda. Nemendur, stofnanir og Þjónustufyrirtæki geta sótt um stuðningsaðild án tillögu- eða atkvæðisréttar á aðalfundi. Umsókn skal vera skrifleg. 

4. grein

Árlegt félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi og kynnt í samþykktum aðalfundar. Eindagi félagsgjalds er fyrir aðalfund ár hvert. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir er hafa greitt árgjald á eindaga.  Félagsgjald er tilgreint í samþykktum aðalfundar. 

5. grein

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Endurskoðaða reikninga síðasta árs skal leggja fyrir aðalfund til samþykktar. Reikningar skulu endurskoðaðir af skoðunarmönnum reikninga sem aðalfundur kýs.

6. grein

Úrsögn: Komi til að félagi ákveði að segja sig úr samtökunum, skal úrsögnin vera skrifleg og berast til stjórnar.
Brottvikning: Heimilt er að víkja félögum úr samtökunum ef þeir ganga gegn tilgangi þess. Skal það gert á aðalfundi eða félagsfundi og þarf
samþykki 2/3 greiddra atkvæða.

7. grein

Félagsfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. Félagsfund  skal boða með 14 daga fyrirvara. Félagsfund skal auglýsa á vefsíðu samtakanna www.skelraekt.is og með tölvupósti. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á félagsfundi nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þessum. Félagsfund skal boða ef meirihluti félagsmanna óskar þess. Stjórn getur boðað til félagsfundar.


8. grein 

Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.
Aðalfund skal boða bréflega með 14 daga fyrirvara. Aðalfund skal auglýsa á vefsíðu samtakanna www.skelraekt.is og með tölvupósti. Aðalfundardag skal ákveða á stjórnarfundi með fögurra vikna fyrirvara og dagsetning kynnt á vefsíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum síðar. 

Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi. Aðalfund skal halda til skiptis í landsfjórðungum. 

Á dagskrá aðalfundar séu eftirtalin atriði í þessari röð:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Samþykkt nýrra félaga.
 3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
 4. Reikningsskil og samþykkt reikninga.
 5. Tillögur stjórnar um starfsemi á næsta ári, fjárhagsáætlun og félagsgjöld.
 6. Lagabreytingar.
 7. Kosning stjórnar.
 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 9. Önnur mál.
 10. Stjórnarskipti.


9. grein

Stjórnarkjör: Á aðalfundi skal kjósa fimm manna stjórn og tvo varamenn, fyrsta og annan. 
Formaður skal kjörinn sérstaklega á aðalfundi á undan kjöri annara stjórnarmanna. 
Stjórn skipar í sæti varaformanns, gjaldkera og ritara úr hópi aðalmanna á fyrsta stjórnarfundi. 

10. grein

Lagabreytingar: Tillögur um lagabreytingar skal bera fram á aðalfundi og skulu þær hafa borist stjórn félagsins a.m.k 2. vikum fyrir fundinn. Skulu þær sendar með fundarboði aðalfundar og ná því aðeins samþykki að þær hljóti 2/3 greiddra atkvæða á fundinum.

11. grein

Nefndir og fulltrúar: Stjórn félagsins getur skipað nefndir til sérstakra verkefna og fulltrúa Skelræktar til starfa fyrir hönd félagsins. Skýrslur nefnda og fulltrúa skulu lagðar fyrir aðalfund ár hvert.

12. grein

Vefur: Samtökin skulu haldu uppi vef með léninu www.skelraekt.is. Vefur Skelræktar skal vera tvískiptur í ytri og innri vef. Ytri vefur er vettvangur til kynningar á greininni og uppbyggingar jákvæðrar ímyndar. Aðgang að innri vef hafa þeir er hafa greitt félagsgjöld. 


Lögin voru samþykkt á aðalfundi Akureyri 02/04/2011.