Aðalfundur Skelræktar 2017

Ágætu félagsmenn og aðrir,  stjórn Skelræktar boðar til aðalfundar félagsins 2017 á Grand Hótel Reykjavík, mánudaginn 13. mars kl 9:00

Ágætu félagsmenn og aðrir,  stjórn Skelræktar boðar til aðalfundar félagsins vegna 2016 mánudaginn 13. mars 2017. 

Staðsetning: Gullteigur, Grand Hótel, Reykjavík. 

Fundartími: 09:00 

Boðið verður upp á kaffiveitingar á meðan á fundi stendur. Vinsamlegast tilkynnið gjaldkera, Gylfa Rúnarssyni, gylfi@skel.is, sem fyrst um mætingu og fjölda. 

Vakin er athygli á því að fundarseta er einungis heimil þeim er greitt hafa félagsgjald og eru félagsmenn hvattir til að ganga frá því hið fyrsta. 

Félagsgjaldið er óbreytt frá síðasta ári kr. 30.000 fyrir fulla aðild en kr. 15.000.- fyrir auka aðild sem veitir áheyrnar- og tillögurétt á aðalfundi en ekki atkvæðisrétt. Vinsamlegast millifærið inn á reikning félagsins: Reikn: 0311-26-058060 Kt. 580602-4520 
 

Dagskrá aðalfundur er samkvæmt lögum félagsins sem hér segir: 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 

2. Samþykkt nýrra félaga. 

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 

4. Reikningsskil og samþykkt reikninga.  

5. Lagabreytingar. 

6. Kosning stjórnar. 

7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. 

8. Önnur mál. 

9. Stjórnarskipti. 

 

f.h. stjórnar Skelræktar, Elvar Árni Lund, formaður.