Erlent

Íslenskir frumkvöðlar hafa heimsótt mörg ræktunar og vinnslufyrirtæki austan hafs og vestan í leit að þekkingu og fyrirmyndum. Upp úr stendur eitt svæði sem sérstaklega hefur náð góðum árangri á skömmum tíma. þ.e. Prince Edward eyja á austurströnd Kanada. 

Fyrir 25 árum var bláskeljarækt óþekkt og bláskelin reyndar næsta óþekkt markaðsvara. Frumkvöðull sem átti ættir að rekja til Hollands hóf tilraunir með bláskeljarækt að hollenskri fyrirmynd til að endurheimta störf se tapast höfðu vegna hruns í fiskveiðum. Í dag eru seld yfir 20.000 tonn á ári frá PE eyju og bláskel Prince Edward ræktenda er þekkt allt niður til Kaliforníu. 

Ljóst er að góður árangur Prince Edward manna er ekki til kominn vegna betri ræktunar- eða markaðsaðstæðna, heldur einfaldlega vegna þess að heimamen fengu áhuga á þessari grein og þar með voru voru allar hindranir yfirstignar. Reyndar komu stjórnvöld að rannsóknum, skipulagningu og eftirliti af fagmennsku og röggsemi strax frá byrjun og er ekki síst litið til þeirrar fyrimyndar þar sem bláskeljarækt er í þróun í norður Evrópu.