Kræklingaverkefnið

Veiðimálastofnun starfrækti í samvinnu við Hafrannsóknastofnun "Kræklingaverkefnið" frá árinu 2000 til 2006. 
Verkefnið var afar gagnlegt og ómetanlegt hvað varðar grunnrannsóknir á skelrækt við strendur landsins og upplýsingamiðlun til frumkvöðla. Eftirfarandi kynning kemur fram á vef sem settur var upp fyrir verkefnið:

Alþingi samþykkt þann 10. mars 1999 þingsályktun um stuðning ríkisvaldsins við kræklingarækt og annan fjörubúskap. Í þingsályktinni kemur fram:

“Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa, með lagasetningu ef með þarf, kræklingaeldi og hvers konar annan fjörubúskap sem ætla má að verði á næstu árum tekinn upp á lögbýlum sem aðgang eiga að sjó og að sjá til þess að á viðeigandi rannsóknastofnun verði sú sérfræðiþekking fyrir hendi sem að haldi má koma og þarf til þess að leiðbeina væntanlegum ræktendum skelfisks og hafa fullnægjandi eftirlit með framleiðslu þeirra í samræmi við kröfur einstakra markaða”.

Kræklingaverkefnið hófst í byrjun ársins 2000 með upplýsingaöflun. Um sumarið 2000 voru fengnir til landsins sérfræðingar á vegum Atlantic Veterinary CollegeUniversity of Prince Edward Island í Kanada til að leiðbeina íslenskum kræklingaræktendum. Kræklingaverkefnið er á vegum Veiðimálastofnunar og er fjármagnað með árlegu framlagi úr ríkissjóð, en einnig hefur Framleiðnisjóður styrkt verkefnið. Skeldýrasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun hefur unnið að rannsóknum á líffræði ræktaðs kræklings.

Markmið með kræklingaverkefninu er að:

 

 • Meta hvort kræklingarækt á Íslandi geti orðið arðsöm atvinnugrein.
 • Vinna að mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum innan kræklingaræktunar.
 • Ráðgjöf og miðlun upplýsinga til kræklingaræktenda með því að:

  • Halda minnst eitt námskeið á hverju ári.
  • Heimsækja hvern kræklingaræktanda 1-2 sinnum á ári.
  • Reka sérhæfða heimasíðu fyrir kræklingarækt.
  • Gefa út á hverju ári skýrslu sem gefur yfirlit yfir framgang kræklingaræktunar á Íslandi.


Smellið á slóðina til að komas inn á vef kræklingaverkefnisins:

"Kræklingaverkefnið"