Veiðimálastofnun starfrækti í samvinnu við Hafrannsóknastofnun "Kræklingaverkefnið" frá árinu 2000 til 2006.
Verkefnið var afar gagnlegt og ómetanlegt hvað varðar grunnrannsóknir á skelrækt við strendur landsins og upplýsingamiðlun til frumkvöðla. Eftirfarandi kynning kemur fram á vef sem settur var upp fyrir verkefnið:
Alþingi samþykkt þann 10. mars 1999 þingsályktun um stuðning ríkisvaldsins við kræklingarækt og annan fjörubúskap. Í þingsályktinni kemur fram:
Kræklingaverkefnið hófst í byrjun ársins 2000 með upplýsingaöflun. Um sumarið 2000 voru fengnir til landsins sérfræðingar á vegum Atlantic Veterinary College, University of Prince Edward Island í Kanada til að leiðbeina íslenskum kræklingaræktendum. Kræklingaverkefnið er á vegum Veiðimálastofnunar og er fjármagnað með árlegu framlagi úr ríkissjóð, en einnig hefur Framleiðnisjóður styrkt verkefnið. Skeldýrasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun hefur unnið að rannsóknum á líffræði ræktaðs kræklings.
Smellið á slóðina til að komas inn á vef kræklingaverkefnisins: