Markaður

Markaður: 

Markaður íslenskra ræktenda er fyrst og fremst í Evrópu. Ameríkumarkaður er opinn fyrir innflutningi en borgar yfirleitt ekki eins hátt verð og Evrópumarkaður.

Tegundir í skelrækt: 

Helst er horft til ræktunar á bláskel (Mytilus edulis). Einnig er áhugi á að prófa ræktun á hörpuskel sem er að mestu horfin af sjónarsviðinu hér á landi vegna hruns í veiðistofni hörpuskeljar í Breiðafirði. Tæknilega er hægt að rækta fleiri tegundir, sérstaklega ef miðað er við að ræktun í hituðum sjó. Af innfluttun tegundum kæmi ostrurækt t.d. til greina en fyrstu athuganir benda til að ostrur hrygni ekki í sjó við Ísland vegna lágs hitastigs þó ostrur gætu dafnað að öðru leiti við strendur íslands.

Eftirspurn:

Eftirspurn eftir bláskel hefur aukist á síðustu árum í Evrópu og Evrópskir ræktendur hafa ekki getað mætt eftirspurn. Heildarframleiðsla Evrópskra ræktenda er um 700.000 tonn og hefur heldur dregist saman á stl. 10 árum. Aukningu á eftirspurn hefur eingöngu verið mætt með innfluttri skel, aðallega frystri Chile skel og frystri "Green Lip" skel frá Nýja Sjálandi. Evrópumarkaður borgar hæstu verð fyrir ferskan lifandi Krækling (M. edulis) og liggur tækifæri íslenskra ræktanda þar. 

Verð:

Verð hefur farið hækkandi á síðustu árum og náð 3 Evrum/Kg á síðustu árum.Talsverður breytileiki er á verði eftir árstíma, stærð, uppruna, markaðslandi, vinnsluformi ofl.

Vöruflokkar:

Næst á eftir heilli ferskri bláskel kemur forsoðin-fryst skel. Markaðurinn hefur alltaf þörf fyrir frysta bláskel til að jafna út sveiflur í framboði á lifandi bláskel. Einnig hefur bláskel verið úrskeljuð og niðursoðin en sú aðferð er heldur á undanhaldi á mörkuðum. Tilbúnir réttir t.d. með hálfskel þar sem önnur skelin er tekin frá er vinsæl nýjung. Einnig má nefna forsoðna ófrysta vakúmpakkaða skel, sem hefur örlítið lengri hillutíma en fersk lifandi skel.

Saga: 

Evrópumarkaður er gamall og rótgróinn. Ræktun á bláskel á sér til dæmis rætur aftur á 13. öld í Frakklandi að því er elstu heimildir greina frá. Öldum saman var líkt eftir náttúrulegum aðstæðum í fjörum með liggjandi botnrækt eða staurarækt. Flekarækt kom seinna til sögunnar og nýjasta formið er hengirækt á flotlínum. Kanadamenn hafa tekið forystuna í þróun ræktunaraðferða við Norður Atlantshaf og nota helst flotlínur. Hollendingar, Skotar og Írar nota flotlínur auk þess sem Danir hafa tekið stefnu að byggja upp bláskeljaframleiðslu eftir hrun í Limafirði.

Ræktunarumhverfi: 

Í iðnvæðingu nútímans þrengir að gömlu ræktunarsvæðunum við strendur Evrópu. Einnig ágerast kröfur um hreinleika og heilnæmi. Sjónir manna beinast æ meir til "hins hreina norðurs".

Flutningur: 

Flutnings- og geymslutækni hafur tekið stórstígum framförum og er nú byrjað að flytja skel lifandi með sjódælingu. Kanadamenn hafa haldið skel lifandi á landi í góðu ásigkomulagi í allt að 14 vikur. Þetta breytir mjög aðstæðum til útflutnings frá fjarlægari ræktunarsvæðum.

Pakkningar og afhendingarform: 

Einnig má nefna loftskiptar umbúðir og "umlagningu" þar sem lifandi skel er flutt þurr til umlagningarstöðvar á markaðssvæði, sett í sjó og hresst við þannig að skelin fær dagstimpil á þeim degi sem hún fer frá umlagningarstöðinni. Þetta er viðurkennd aðferð innan ES. MAP (Modified Atmosphere Pack) hefur einnig unnið mikið á. MAP gefur allt að 2ja vikna geymslu Verð miðast að sjálfsögðu við gæði vöru og þjónustu. Íslenska skelin er í hæsta gæðaflokki eins og annað íslenskt sjávarfang. Auðvelt er að ná góðri fyllingu (25 til 30) %. SKELRÆKT, samtök skelræktenda hefur markað þá stefnu að framleiða fyrir gæðamarkaði og ná "gæðaverði" fyrir íslenska skel.